Ævintýraferð með Eldingu frá Sandgerði
Eldingin, er 125 tonna stálskip sem nýlega hefur verið breytt og innréttað sem farþegaskip. Skipið er nú gert út frá Sandgerði í samvinnu við veitingastaðinn Vitann, sem sér um veitingar og veislur um borð. Eldingin býður upp á fjölmarga notkunarmöguleika, þ.á.m. daglegar hvalaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, Eldeyjarferðir o.fl. „Við getum einnig haldið veislur um borð fyrir allt að 100 manns, s.s. brúðkaupsveislur, en þá myndum við brúðarskreyta allt skipið að utan sem innan“, segir Brynhildur, markaðsstjóri Eldingarinnar. Boðið er upp á veitingar í öllum ferðum og barinn er alltaf opinn um borð.Kjörin leið til tilbreytingar fyrir félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga sem vilja hittast og eiga góða og notalega stund saman í fallegu umhverfi.