Ættarmót Meiðastaðaættarinnar
	Afkomendur Kristínar Þorláksdóttur og Þorsteins Gíslasonar halda ættarmót á Garðskaga 5. til 7. júní 2015
	
	Kristín Þorláksdóttir og Þorsteinn Gíslason ólust upp í Melbæ í Leiru hjá Kristínu Magnúsdóttur og Guðmundi Auðunssyni. Kristín og Þorsteinn giftust 15. október 1880 og bjuggu fyrstu 20 búskaparár sín í Melbæ. Þar eignuðust þau níu börn. Melbær brann um aldamótin 1899 – 1900 og fluttust þau þá að Meiðastöðum í Garði, þar fæddust fimm yngstu börnin. Á Meiðastöðum bjó fjölskyldan í 16 ár þar til hjónin fluttu til Reykjavíkur árið 1916. Yngstu börnin voru þá á aldrinum  9 til 15 ára. Það hefur þótt sérstakt hversu margir afkomendur Meiðastaðahjóna hafa lagt sjómennskuna fyrir sig og margir þeirra hafa verið skipstjórnarmenn. Einnig hafa konurnar í ættinni margar gifst sjómönnum, svo segja má að  sjómennskan sé fjölskyldunni í blóð borin. Einnig hefur íþróttaáhugi og  hæfni í íþróttum einkennt fjölskylduna í gegnum tíðina. Undirbúningur ættarmótsins hefur staðið yfir síðan 5. október 2014
	
	Upplýsingar um tilhögun mótsins og dagskrá eru aðgengilegar á facebooksíðunni Meiðastaðir og afkomendur.
	
	Nánari upplýsingar gefa:
	Kristjana H. Kjartansdóttir í síma 4227278 - 8645250
	Kolbeinn Pálsson í síma 5523335 -  8211433
	Vigdís Pálsdóttir í síma 5575223 - 6618841
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				