Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 13. júlí 2001 kl. 10:09

Ætlum ekki á sjóinn

Sigurbjörn Grétarsson og Ragnar Veigar Helgason eru 13 ára Sandgerðingar en þeir voru á rölti um bryggjuna þegar blaðamann VF bar að nú fyrr í vikunni. „Við erum bara að skoða bátana“, svara þeir þegar þeir eru spurðir að því á hvaða ferðalagi þeir séu. Það kemur upp úr kafinu að þeir eru báðir sjómannssynir, faðir Ragnars er á Njáli RE og pabbi Sigurbjörns var á Þorkel Árnasyni sem er gerður út frá Garðinum en liggur við bryggju í Sandgerði ásamt Njáli RE, þegar viðtalið er tekið.
Ætlið þið að verða sjómenn?
„Nei, við ætlum ekki á sjóinn“, svara þeir nánast samtímis. Sigurbjörn er ákveðinn í að verða bifvélavirki en Ragnar stefnir á einhvers konar viðskiptanám. „Við vorum að vinna í bæjarvinnunni en nú er ekkert að gera. Stundum hjálpum við köllunum að hífa en stundum erum við bara hér að skoða báta, eins og í dag. Við erum reyndar á leið til afa Sigurbjörns og hjálpa honum að laga traktorinn“, segja þessir duglegu strákar að lokum og rölta austur eftir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024