Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ætlum að leika og skemmta okkur í sumar
Fimmtudagur 15. júlí 2004 kl. 14:16

Ætlum að leika og skemmta okkur í sumar

„Við erum eiginlega bara búnar að koma hingað einu sinni en við eigum örugglega eftir að koma aftur,“ sögðu vinkonurnar Berglind 6 ára og Guðrún 5 ára þar sem þær voru í nestisferð í Skrúðgarðinum í Njarðvík. Þær voru með dúkkuvagnana með sér og léku sér með dúkkur og dúkkuföt. Þegar þær voru spurðar hvað þær ætli að gera í sumar voru þær ekki lengi að svara: „Við ætlum bara að skemmta okkur og leika okkur heilmikið í sumar.“
Í nesti voru stelpurnar með súkkulaði, eins og kannski sést á myndinni.

Myndin: :Berglind og Guðrún sátu í mestu makindum á teppinu sínu og með dúkkurnar í skrúðgarðinum í Njarðvík. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024