Bilakjarninn
Bilakjarninn

Mannlíf

Ætlar að verða sjóntækjafræðingur
Miðvikudagur 28. janúar 2004 kl. 15:38

Ætlar að verða sjóntækjafræðingur

Helga Dagný Sigurðardóttir er formaður nemendafélags Heiðarskóla og það er ágætt að gera hjá henni. Hún ætlar að verða „Opticari“ eða sjóntækjafræðingur þegar hún verður stór. Hún er steingeit og hún myndi kaupa sér nammi ef hún ætti að eyða þúsundkalli.

Nafn: Helga Dagný Sigurjónsdóttir
Aldur: 16 ára
Uppáhaldstala: 6
Stjörnumerki: steingeit

Er mikið að gera sem formaður nemendafélags Heiðarskóla?
Nei ekkert svo svakalega bara sama og hjá öðrum í nemendaráðinu.

Hvað hefur verið að gerast í félagslífinu?
Bara þessi venjulegu opnu hús og diskótek og erum svo líka með svona chill kvöld

Hvað er á döfinni?
Halda áfram að halda diskótek fyrir fólkið

Hver eru þín helstu áhugamál?
Humm.. Félagslíf,íþróttir og leiklist og auðvitað líka að vera með vinum

Uppáhaldshljómsveit?
Marilyn Manson og hans menn

Hverjar eru uppáhalds vefsíðurnar þínar?
Ég á engar sérstakar

Hvaða geisladisk keyptirðu síðast?
Michael Jackson number ones

Hvað ætlarðu að verða?
Opticari/sjóntæknifræðingur

Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli?
Nammi

Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi:

-Kaffitár: mamma
-Lakkrísrör: malt
-Vogue: tíska
-Háskóli Íslands: skóli
-Vf.is: netið

 
Hvernig heldurðu að heimurinn verði árið 2500?
Allt verður útí skyndibitastöðum og allir spik feitir og deyja ungir vegna offitu og annars á þetta eftir að vera svipað og núna

Bílakjarninn
Bílakjarninn