Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Ætlar að klára síðasta árið með stæl
Laugardagur 21. október 2017 kl. 07:00

Ætlar að klára síðasta árið með stæl

Stefanía Margeirsdóttir er að klára sitt fjórða ár í hjúkrun og í vetur ætlar hún að skrifa BS ritgerðina sína og njóta. Við spurðum Stefaníu nokkurra spurninga um lífið suður með sjó.

Hvað ertu að bralla þessa dagana?
Ég er að klára fjórða og síðasta árið mitt í hjúkrun með stæl ásamt því að njóta þess að vera með fjölskyldunni og vinum mínum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjum?
Frelsið, öryggið, náttúran og nágrannakærleikurinn.

Ef þú mættir mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir þá sem búa ekki hér, hvað væri það?
Krýsuvíkurleiðin, að keyra þar um og skoða náttúruperlurnar.

Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Ég og Sigrún Elva Ólafsdóttir, vinkona og BS- samstarfskona mín, erum að fara gera spennandi rannsókn saman. Svo ætla ég bara að brosa, njóta og lifa því öðruvísi á það nú ekki að vera.

Hvað finnst þér mega fara betur í Grindavík?
Grindavíkurvegurinn, það þarf að bæta hann og laga.