Ætlar á Unglingalandsmótið um verslunarmannahelgina
Tómas Elí Stefánsson
Aldur: 16
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Ég ætla á Unglingalandsmótið sem verður haldið í Þorlákshöfn
Ertu vanafastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Ég breyti reglulega til en fór seinast á Unglingalandsmótið fyrir tveimur árum
Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Eftirminnilegasta verslunarmannahelgin mín var fyrir tveimur árum þá fór pabbi minn með fellihýsi í Borgarnes og ég og vinir mínir gistum saman í því
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?
Það sem er nauðsynilegt fyrir mig er að hafa gaman
Hvað ertu búin að gera í sumar?
Ég er búinn að vera vinna sem smiður í allt sumar og hitta vini mína
Hvað er planið eftir sumarið?
Að fara í FS og vinna í bakaríinu