Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ætla ná langt í körfuboltanum
Þriðjudagur 25. júní 2013 kl. 07:00

Ætla ná langt í körfuboltanum

-- segir Karen Dögg Vilhjálmsdóttir í viðtali við Íþrótta-UNG Víkurfrétta

Karen Dögg Vilhjálmsdóttir er 16 ára nemandi í Akurskóla, æfir körfubolta með Njarðvík og hefur spilað fjölmarga leiki með U-15 og U-16 í landsliðinu í körfubolta. Hana langar að komast langt í körfuboltanum og ætlar að ná sér á toppinn. Karen ætlar að fara í Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum í haust.

Hvaða íþrótt æfir þú? Körfubolta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hversu oft æfir þú í viku? 10 sinnum í viku.

Ertu með ákveðið mataræði þegar þú ert að fara taka þátt í móti eða fara að keppa?  Nei er ekki með eitthvað svona ákveðið mataræði þega ég er að fara að keppa, en ég fæ mér hollan og orkumikinn mat.

Hver eru áhugamál þín? Körfubolti.

Hvert er draumastarfið í framtíðinni? Ætla mér að verða annað hvort nuddari eða þjálfari.

Hvaða íþróttamaður mundi lýsa þér best? Helena Sverrisdóttir.

Hefur þú áhuga að komast langt í þinni íþrótt eða er þetta bara áhugmál? Ég væri til í að ná lengra í körfuboltanum

Hver er frægasti íþróttamaðurinn sem þú hefur hitt? Helena Sverrisdóttir.

Áttu einhverja fyrirmynd? Michael Jordan.

Uppáhalds íþróttamaður? Michael Jordan.

Skemmtilegasta íþrótt sem þú hefur prófað? Heyrðu ég ætla segja júdó, nei það er körfubolti.

Hvað hefur þú stundað margar íþróttir og hverjar eru þær? Ég hef æft 5 íþróttir og þær eru: Djassballett, fimleikar, sund, handbolti og körfubolti.

Hvað finnst þér best að gera eftir æfingar? Teyja og borða.

Lokaspurning - Ef þú mættir velja einn ofurkraft, hver væri það? Að fljúga.

 

Karen Dögg þriðja frá hægri í aftari röð.