Æsu-konur gáfu blóðþrýstingsmæla
Konurnar í Lionsklúbbnum Æsu komu færandi hendi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í vikunni. Þær gáfu stofnuninni tvo blóðþrýstingsmæla sem samtals kosta um 400.000 kr.Annar mælirinn er „hefðbundinn“ að sögn Konráðs Lúðvíkssonar læknis en hinn er fjölvirkari og sýnir einnig súrefnismettun í blóði og „sýnir fullt af tölum“ sagði Konráð og brosti til Æsu-kvenna þegar hann útskýrði virkni tækisins.