Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Æla og Valdimar með tónleika í kvöld
Laugardagur 7. maí 2011 kl. 11:37

Æla og Valdimar með tónleika í kvöld

Hljómsveitirnar Æla og Valdimar munu halda tónleika í kvöld á Faktorý Bar í miðbæ Reykjavíkur. Þessar sveitir ættu að vera flestum tónlistarunnendum af Suðurnesjum kunnugar en sveitirnar eru með þeim stærri héðan af svæðinu og Valdimar eiga m.a vinsælasta lag Rásar 2 um þessar mundir. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

Í tilkynningu segir um hljómsveitirnar:

Valdimar:
Hljómsveitin Valdimar er nýtt afl í íslensku tónlistarsenunni. Hún gaf nýlega út frumraun sína „Undraland“, sem hlotið hefur frábærar viðtökur og hafa lög eins og Yfirgefinn, Brotlentur og titillag plötunnar verið vinsæl á öldum ljósvakans. Sveitin hefur getið sér gott orð vegna tónleikahalds og einkennast tónleikar hennar af útgeislun og krafti.

Æla:
Tónlist Ælu er hrein og bein, tónlist sem þú færð þegar 4 góðir félagar djamma saman á hljóðfærin upp á skemmtunina eina. Þeim hefur verið líkt við Purrkur Pilnik og Minutemen, en þeirra aðalsmerki er orkurík og skemmtileg sviðsframkoma og er Æla því talin vera ein mest spennandi hljómsveitin í bransanum í dag.

Mynd: Halli Valli söngvari og gítarleikari Ælu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024