Æfingar fyrir hátíðartónleika Ljósanætur að hefjast
Hátíðartónleikar á Ljósanótt 2011 verða sunnudaginn 4. september nk. Að þessu sinni bera þeir yfirskriftina Með blik í auga - Leiftur íslenskrar dægurtónlistar frá 1950-1970.
Flutt verða lög frá þessum tíma auk þess sem litið verður til baka í máli og myndum.
Fjöldi söngvara af Suðurnesjum taka þátt í sýningunni m.a. Valdimar Guðmundson, Fríða Dís Guðmundsdóttir, og Bríet Sunna Valdimarsdóttir. Stórhljómsveit undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar leikur undir.
Undirbúningur gengur vel og æfingar eru að hefjast.
Sú nýbreytni verður þetta árið að boðið verður upp á tvenna tónleika, kl. 16:00 og kl. 20.