Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 25. júlí 2001 kl. 11:21

Æfingar á óperum ganga vel

Æfingar á óperunum þremur sem sýndar verða í Dráttarbrautinni í Keflavík eru í fullum gangi.

Jóhann Smári söngvari og Sigurður Sævarsson, höfundur óperanna framan við „óperuhúsið“.
Það er Norðuróp sem stendur fyrir sýningunum en verkin eru Gianni Schicchi eftir Giacommo Puccini í þýðingu Jóhanns Smára Sævarsson, Requiem, sálumessa Sigurðar Sævarssonar og Z-ástarsaga eftir Sigurð Sævarsson sem byggð er á samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Æfingarnar hafa farið fram í Reykjavík en á næstkomandi mánudag hefjast æfingar í Dráttarbrautinni. Að sögn Jóhann Smára ganga æfingar mjög vel en hann sér um leikstjórn, söng og fleira í kring um sýningarnar. „Æfingarnar ganga mjög vel en það vantar enn vant kórfólk í uppfærslunar.“ Vinna við leikmynd hefst í þessari viku en hún er öll unnin í sjálfboðavinnu með aðstoð frá bæjaryfirvöldum. Gianni Schicchi og Requiem verða sýndar 10.,11. og 12. ágúst en Z-ástarsaga verður frumsýnd á Ljósanótt. Miðasala hefst fimmtudaginn 26. júlí í Sparisjóðnum í Keflavík, einnig er hægt að kaupa miða með kreditkorti í síma: 421-6623. Athygli er vakin á því að einingis verða þrjár sýningar á Gianni Schicchi og Requiem og tvær á Z-ástarsögu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024