Æðruleysismessa í Kálfatjarnarkirkju
Sunnudagskvöldið 15. mars verður æðruleysismessa í Kálfatjarnarkirkju kl. 20:00. AA-félagar gefa sinn vitnisburð. Hugvekju flytur sr. Bára Friðriksdóttir, hún leiðir jafnframt stundina. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Franks Herlufsen. Fyrirbæn í lokin fyrir öllum sem þess óska. Molasopi í þjónustuhúsinu á eftir.