Æðrulaus hundamamma verður í bústaðnum
Laufey Ebba Eðvarðsdóttir er að verða 26 ára. Hún er að ljúka mastersgráðu í endurskoðun og reikningsskilum í haust. Laufey er nýflutt aftur í Innri-Njarðvík og vinnur við endurskoðun/reikningsskil hér fyrir sunnan.
Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég er nýleg hundamamma og við dóttirin ætlum að eyða helginni með fjölskyldunni upp í bústað í rólegheitunum.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
„Mín eftirminnilegasta Verslunarmannahelgi er sennilega fyrir sex árum þegar ég fór til eyja með vinkonu minni. Tjaldið okkar fauk en sem betur fer vorum við með bílinn minn í Eyjum svo við enduðum á að sofa í bílnum.“
Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina?
„Það sem mér þykir mikilvægast fer klárlega eftir því hvað planið er en það er alltaf mikilvægt að hafa góða skapið og nóg af æðruleysi þar sem veðrið á Íslandi er oftar en ekki óútreiknanlegt og maður verður að geta notið sín sama hvernig viðrar.“