Aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja

Aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja verða í Stapa, Hljómahöll í kvöld 7.desember kl. 20. Stjórnandi er Magnús Kjartansson og dagskrá verða vönduð og skemmtileg jólalög og viðeigandi efni í léttum dúr í anda hópsins.
Undirleikarar eru Ingólfur Magnússon á bassa, Þorvaldur Halldórsson á trommum og Agnar Már Magnússon á píanó.
Jana María Guðmundsdóttir, Guðmundur Hreinsson, Guðmundur Hermannsson og Sólmundur Friðriksson munu syngja einsöng á tónleikunum.

Forsala miða fer fram á hljomaholl.is en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.