Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 12. desember 2001 kl. 09:47

Aðventutónleikar í Keflavíkurkirkju

Vegna áskorana verða aðventutónleikarnir í Keflavíkurkirkju endurteknir sunnudaginn 16. desember kl. 20:30. Þar verður lögð áhersla á létta en hátíðlega helgitónlist.
Nokkrir af virtustu söngvurum Reykjanessbæjar koma fram á tónleikunum. Það eru þau Rúnar Júlíusson, Birta Sigurjónsdóttir og Guðmundur Hermannsson sem syngja ásamt hljómsveit sem skipuð er ættingjum Rúnars Júlíussonar, það er honum sjálfum og sonum hans Júlíusi Guðmundssyni, Baldri Guðmundssyni og hinum landsfræga mági Rúnars, Þóri Baldurssyni. Þá mun Kór Keflavíkurkirkju flytja þrjú hátíðleg lög. Ólafur Oddur Jónsson flytur hugvekju á tónleikunum. Sjónvarpað verður úr kirkjunni yfir í safnaðarheimilið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024