Aðventutónleikar í Garði og Sandgerði
Aðventutónleikar Kórs Útskálakirkju og Kórs Hvalsneskirkju verða sunnudaginn 11. desember Í Útskálakirkju kl:17.00 og í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl 20.30. Sungnir verða Aðventu og jólasöngvar. Auk kóranna koma fram nemendur í Tónlistarskóla Sandgerðis og Tónlistarskólanum í Garði.
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir syngur einsöng, Jón Árni Benediktsson leikur á rafbassa og Þorvaldur Halldórsson leikur á trommur. Söngstjóri og undirleikari er Steinar Guðmundsson organisti.
Myndin: Kvennakór Suðurnesja í Safnaðarheimilinu í Sandgerði, þar sem kirkjukórinn ætlar nú að halda sína aðventutónleika.