Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aðventukaffi og jólamarkaður í Höfnum
Sunnudagur 6. desember 2015 kl. 10:40

Aðventukaffi og jólamarkaður í Höfnum

Menningarfélag Hafnabúa býður í aðventukaffi og jólagjafamarkað í dag 6. desember  í Safnaðarheimilinu í Höfnum.

Kaffisalan verður opin og boðið verður upp á heimabakaðar kökur, vöfflur, kaffi og kakó ásamt smákökum fyrir börnin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólagjafamarkaður verður inni í salnum þar sem handverks- og listamenn víðsvegar af Suðurnesjunum koma saman og verða með fjölbreyttan og fallegan varning til sölu í jólapakkann.

Húsið opnar kl. 13.00 og verður opið til 17.30.

Allur ágóði Kaffisölunnar rennur til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju og safnaðarheimilisins í Höfnum.

Eftir einstaklega velheppnaða hátíð í Höfnum á Ljósanótt vonast Hafnabúar að sjá sem flesta.