Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 16. desember 1999 kl. 23:16

AÐVENTUHÁTÍÐ Í BOÐI SPARISJÓÐSINS Í KEFLAVÍK

Í tilefni af ári aldraðra bauð Sparisjóðurinn í Keflavík eldri borgurum á Suðurnesjum til aðventuhátíðar í Stapa sunnudaginn 28. nóvember sl. Kvenfélag Keflavíkur og Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ sá um skemmtun og veitingar. Óhætt er að segja að eldri borgarar á Suðurnesjum hafi tekið vel í þessa uppákomu, enda var Stapinn þétt setinn. Flutt var ræða og skemmtiatriði og m.a. kom fram dansflokkur sem dansaði í anda sveitasöngva. Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík flutti tölu og einnig heilsaði hann upp á fólk í salnum. Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og festi herlegheitin á filmu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024