Aðventuhátíð aldraðra á sunnudaginn
Kvenfélag Keflavíkur heldur sína árlegu aðventuhátíð aldraðra, sunnudaginn 2. desember kl. 15.00 í Kirkjulundi, samkomusal Keflavíkurkirkju.
Ásamt aðventuhlaðborðinu verður ýmislegt til skemmtunar sem vekur gleði hjartans. Fjölmennið og hafið gaman.
Styrktaraðilar að hátíðinni eru eftirtaldir: Íslandsbanki hf., HS Veitur, HS Orka, Starfsmannafélag Suðurnesja, Verslunarmannafélag Suðurnesja, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Samkaup hf., Reykjanesbær, Toyota í Reykjanesbæ, Kirkjulundur og Landsbanki Íslands.