Aðventugarðurinn opnar með Aðventugöngu - vegleg helgardagskrá
Nú er aðventan á næsta leiti, tími eftirvæntingar og jólaljósa sem lýsa upp skammdegið og setja allt umhverfið í hátíðlegan búning. Þá opnum við líka fallega Aðventugarðinn okkar þar sem fjölskyldur geta komið saman og notið á aðventunni.
Aðventuganga og tendrun ljósanna á jólatré Aðventugarðsins
Við hefjum leika með Aðventugöngu föstudaginn 1. desember kl. 17 þar sem gengið verður úr Aðventugarðinum í fylgd jólasveina og Grýlu gömlu yfir í Skessuhelli þar sem Fjóla tröllastelpa tekur á móti mannskapnum og sungin verða jólalög. Síðan verður gengið til baka í Aðventugarðinn þar sem ljósin verða tendruð á jólatré Aðventugarðsins og öllum boðið upp á heitt kakó og piparkökur.
Aðventugarðurinn opinn um helgar
Á laugardag opnar svo Aðventugarðurinn með frábærri dagskrá og sölu á ýmsum varningi í jólakofunum. Meðal þess sem verður á dagskrá helgarinnar er ratleikur, jólaball með jólasveinum Aðventugarðsins, heimsókn frá risastórum ísbirni, snjóprinsessunni og fjallamanninum, Jóliver frá Sirkus Íslands og Lalla töframanni. Þá leikur Kósýbandið ljúfa tóna auk þess sem atriði frá Leikfélagi Keflavíkur úr Jólasögu í Aðventugarðinum verður flutt. Alla dagskrá og nákvæmari tímasetningar er að finna á vefnum visitreykjanesbaer.is. Aðventugarðurinn verður opinn allar helgar í desember frá kl. 14-17 og á Þorláksmessu frá kl. 18-21.
Aðventusvellið í fullum gangi
Aðventusvellið, með nýbrýndum og fínum skautum, er komið á syngjandi siglingu og þar gefst fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa saman gleðilegar stundir með hressandi útivist og hreyfingu. Opið er á svellinu föstudaga til sunnudags auk þess sem tækifæri er til þess að halda afmælisveislur á svellinu og bóka ýmsa hópeflis- og viðburðapakka. Hægt er að kaupa áskrift að svellinu og nýta má frístundastyrk Reykjanesbæjar til þess. Allar nánari upplýsingar um opnunartíma og bókanir eru á adventusvellid.is
Flott dagskrá um helgina:
Föstudagur 1. desember
Kl. 17:00-18:00 – Aðventuganga og tendrun á jólatré Aðventugarðsins
Mæting í Aðventugarðinn kl. 17. Gengið í fylgd jólasveina og Grýlu í Skessuhellinn þar sem Fjóla tröllastelpa tekur á móti hópnum og syngur jólalög. Hópurinn gengur til baka í Aðventugarðinn þar sem ljósin á jólatrénu verða tendruð og boðið upp á heitt kakó og piparkökur.
Laugardagur 2. desember – Opið frá kl. 14:00-17:00
Dagskrá í Aðventugarðinum
Kl. 14:00-17:00 – Ratleikur í Aðventugarðinum
Kl. 14:30-16:30 – Jólasveinar Aðventugarðsins koma í heimsókn
Kl. 15:00-16:00 – Grýla kemur í heimsókn
Kl. 15:30-16:30 – Risastór ísbjörn kemur í heimsókn
Dagskrá í litla sviðskofanum
Kl. 14:00-14:30 – Kósýbandið leikur ljúfa tóna
Kl. 14:40-15:00 – Jóliver úr Sirkus Íslands með jólaatriði
Kl. 15:00-15:30 – Jólaball með jólasveinum Aðventugarðsins
Kl. 16:15-16:30 – Atriði úr Jólasögu í Aðventugarðinum
Sunnudagur 3. desember – Opið frá kl. 14:00-17:00
Dagskrá í Aðventugarðinum
Kl. 14:00-17:00 – Ratleikur í Aðventugarðinum
Kl. 14:30-16:30 – Jólasveinar Aðventugarðsins koma í heimsókn
Kl. 15:00-16:00 – Snjóprinsessan og fjallamaðurinn koma í heimsókn
Dagskrá í litla sviðskofanum
Kl. 14:00-14:30 – Kósýbandið leikur ljúfa tóna
Kl. 15:00-15:30 – Jólaball með jólasveinum Aðventugarðsins
Kl. 16:00-16:30 – Lalli töframaður með frábært jólatöfraatriði
Eigum notalega stund saman í Aðventugarðinum.
– Ljósin á jólatré Aðventugarðsins verða tendruð að lokinni Aðventugöngu föstudaginn 1. desember en upplýsingar um hana má finna hér