Aðventu fagnað - myndir
Suðurnesjamenn fögnuðu upphafi aðventunnar um síðustu helgi og var þá kveikt á jólatrjánum í Garði og Sandgerði. Fólk ornaði sér á heitum kakódrykkjum í næðingnum söng jólalög og sprellaði með jólasveinum. Myndir frá þessu eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta.
Um næstu helgi verður svo kveikt á jólatránum í hinum sveitarfélögunum. Á laugardaginn kl. 18 í Reykjanesbæ og Grindavík og á sunnudaginn kl. 16:00 í Vogum.
VFmynd/elg