Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aðventan nálgast - kósýkvöld í kvöld
Fimmtudagur 21. nóvember 2013 kl. 11:50

Aðventan nálgast - kósýkvöld í kvöld

Nokkrar verslanir við Hafnargötu í Reykjanesbæ og í nágrenni hafa tekið fram jólaskrautið enda líður senn að aðventu, sem er um þarnæstu helgi. Kaupmenn sögðu jólaverslun ekki byrjaða að ráði en tóku vel í það að ljósmyndari smellti af nokkrum myndum til að grípa stemninguna örlítið. Ýmsar kunnuglegar verur voru komnar á stjá í gluggaútstillingum. Þær gleðja gjarnan augu yngstu kynslóðarinnar á meðan mamma og pabbi huga að innkaupunum. 

Í kvöld verður kósýkvöld hjá tólf verslunum við Hafnargötuna sem nefna sig Búðirnar okkar í Reykjanesbæ og eru þær opnar frá kl. 20:00 - 23:00. Verslunareigendur segja góð tilboð verða í gangi auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessar verslarnir eru Gallerý 8, Kóda, Heilsuhúsið, Fjóla gullsmiður, K-sport, Krummaskuð, Georg Hannah, SI-verslun, Galleri Keflavík, Skartsmiðjan, Blómaland og Skóbúðin.

VF-myndir tók Olga Björt hjá Georg Hannah, Kóda og Bústoð.