Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aðventan í Vogum
Miðvikudagur 23. nóvember 2005 kl. 16:08

Aðventan í Vogum

Aðventunni verður fagnað með pompi og prakt í Vogum en á sunnudaginn verður kveikt á jólatréi bæjarins. Fjölmargar aðrar uppákomur verða í Vogum og þar á meðal aðventumessa kl. 16:00 í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla þar sem kirkjukórinn mun leiða söng undir stjórn Franks Herulfsen.

Kl. 17:00 verður kveikt á jólatréi bæjarins við hliðina á íþróttamiðstöðinni og kaffihúsið verður opið frá 15-18.

Fregnir herma að Jólasveinninn verði á ferð í Vogum um þetta leiti og hver veit nema hann verði með glaðning í pokahorninu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024