Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Aðstoðar jólasveininn og gefur kirkjunni gjafir
Sæunn ásamt dóttur sinni Írisi Lind og dóttur kærasta síns, Matthildi Eygló.
Laugardagur 16. desember 2017 kl. 05:00

Aðstoðar jólasveininn og gefur kirkjunni gjafir

Sæunn Alda Magnúsdóttir er búsett í Keflavík og starfar í farþegaþjónstu Airport Associates í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hún ætlar frekar að nýta tímann í það að njóta heldur en að eyða honum í stress. Hnetusteikin verður fyrir valinu á aðfangadag og að sögn Sæunnar á maður hiklaust að reyna að gera eitthvað sem getur glatt aðra yfir hátíðirnar.

Hvar ætlar þú að verja aðfangadegi?
„Við verðum hjá tengdamömmu á aðfangadag.“

Public deli
Public deli

Ert þú byrjuð að kaupa jólagjafir?
„Ég er búin að reyna að kaupa þær allar á netinu. Ég nenni nánast engu búðarrápi og stressi yfir jólin. Ég ætla frekar að nýta tímann og njóta. Það gleymist oft. Nema á Þorláksmessu. Þá er alltaf gott að rölta Hafnargötuna og kaupa síðustu gjafirnar.“

Ert þú með einhverjar hefðir um jólin?
„Ég er ekki ennþá búin að mynda mér neinar hefðir en möndlugrauturinn heima hjá mömmu er mjög mikilvægur.“

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
„Hnetusteikin frá Sollu verður aftur í ár. Hún er snilld!“

Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin?
„Allavega sérverslanirnar sem við höfum hérna á Suðurnesjum.“

Ætlar þú að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig?
„Ég tek mömmu þvílíkt til fyrirmyndar en hún ætlar að vera í hjálparstarfi á aðfangadag. En í fyrra og hitt í fyrra fór ég með litlar gjafir í kirkjuna sem jólasveinninn gat nýtt sér. Ég býst við að ég geri það aftur í ár. Þegar maður hefur það gott fyrir og getur gert eitthvað lítið sem gleður aðra þá ætti maður hiklaust að gera það. Er það ekki það sem jólin snúast um?“