Aðstandendur Ingólfs Aðalsteinssonar heimsóttu HS Veitur
Í tilefni af því að Ingólfur Aðalsteinsson, fyrsti starfsmaður og fyrrum forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, hefði orðið 100 ára þann 10. október síðastliðinn komu aðstandendur hans í heimsókn hjá HS Veitum.
Veittu þau Páli Erland, forstjóra f.h. HS Veitna, gjöf, lágmynd úr kopar eftir Erling Jónsson sem Ingólfi var færð að gjöf árið 2001 á stofnfundi Hitaveitu Suðurnesja hf. eftir að Alþingi samþykkti samruna við Rafveitu Hafnarfjarðar og að Hitaveita Suðurnesja yrði rekið sem hlutafélag.