Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aðsókn góð á Tvísýnu
Laugardagur 3. febrúar 2007 kl. 12:36

Aðsókn góð á Tvísýnu

Aðsókn hefur verið góð á sýninguna Tvísýnu í Listasafni Reykjanesbæjar. Þar sýna þau Hlaðgerður iris Björnsdóttir og Aron Reynir Sverrisson málverk í anda raunsæisstefnu þar sem nostrað er við smáatriðin svo úr verða mögnuð verk. Viðvangsefnin eru börn, hús og umhverfi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-17:30 og stendur til 4. mars.

Í dag kl. 16 opnar í Suðsuðvestur við Hafnargötu sýning listafólksins Hye Joung Park og Karls Ómarssonar

Hye  og Karl hafa unnið saman áður en vegna ólíkrar nálgunar þeirra hefur þeim tilraunum verið líkt við samvinnu snigilsins og býflugunnar.  Í þetta sinn áttu hugleiðingar þeirra stefnumót á fyrirfram ákveðnum stað sem hefur sett mark sitt á verkin og þau hafa fléttast saman í eina innsetningu.  Í Suðsuðvestur hafa þau dregið fram óræð mörk þar sem sýningargestir eiga þess kost að skima eftir snertingu verka sem teygja sig og vaxa, segir í kynningu sýningarinnar.

Sýningin verður opin á föstudögum milli kl. 16:00 og 18:00 og á laugardögum og sunnudögum milli kl. 14:00 og 17.30 til 25. febrúar

Mynd: Tvö verkanna á Tvísýnu í Listasafni Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024