Adam Ingi hlaut verðlaun í eldvarnargetraun
Hún lyftist heldur betur brúnin á Adam Inga Aronssyni, ungum nemanda í Gerðaskóla, í gær þegar fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja komu og færðu honum verðlaun fyrir þátttöku hans Eldvarnargetrauninni 2006. Getraunin var hluti af eldvarnarátaki sem Landssamtök slökkivliðs- og sjúkraflutningamanna efndi til í nóvember á síðasta ári á meðal 8 ára grunnskólabarna.
Nöfn 34 barna víðvegar af landinu voru dregin út og Adam var eini vinningshafinn á starfssvæði BS. Fékk hann að launum viðurkenningarskjal, vandaðan MP3 spilara, reykskynjara og fleira.
VF-mynd:elg
Nöfn 34 barna víðvegar af landinu voru dregin út og Adam var eini vinningshafinn á starfssvæði BS. Fékk hann að launum viðurkenningarskjal, vandaðan MP3 spilara, reykskynjara og fleira.
VF-mynd:elg