Aðallinn með sýningu á 300 í kvöld
Útskriftaraðall FS stendur fyrir fjáröflunarsýningu á kvikmyndinni 300 í Nýja bíó í kvöld.
Myndin er frumsýnd í kvöld og er FS sýningin, sem er öllum opin, kl. 22.30. Miðaverð er kr. 800.
Myndin 300 hefur notið mikilla vinsælda og var sú mest sótta í USA um síðustu helgi. Hún hefur einnig hlotið mikið lof almennings og gagnrýnenda. Myndin byggir á teiknimyndasögu Frank Millers og fjallar um hóp 300 Spartverja sem bjóða heimsveldi Persa byrginn í orrustu árið 480 f.kr.
Smellið hér til að fræðast nánar um myndina