Aðalfundur FÍÆT haldinn í Reykjanesbæ
Aðalfundur FÍÆT félags íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var haldinn í Reykjanesbæ föstudaginn 4. maí sl.
Fundurinn fór fram í Bíósal Duushúsa en að honum loknum fræddust fundarmenn um það helsta sem er á döfinni í íþrótta og æskulýðsmálum í Reykjanesbæ. Hópurinn fékk m.a. kynningu á fyrirhuguðu Motopark svæði og Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.
Einnig skoðaði hópurinn sig um á Reykjanesskaganum s.s. í Bláa lóninu og það sem vakti mikla athygli, mannvirki á Keflavíkurflugvelli s.s. sundlaug og íþróttahús.
Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs og Ragnar Örn Pétursson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar tóku á móti hópnum.
Mynd: Hópurinn kom saman á nýrri sýningu Poppminjasafns Íslands, Vagg og veltu og hitt þar fyrir sjálfan rokkkónginn Rúnar Júlíusson sem vakti mikla lukku.
Af vefsíðu Reykjanesbæjar, www.rnb.is