Aðaldagskrá sólseturshátíðar í dag
Sólseturshátíðin í Garði nær hámarki í dag en dagskrá hófst kl. 10 í morgun með strandblakmóti á Garðskaga. Í dag kl. 14:00 hefst skemmtidagská á sviði á Garðskaga.
Tónleikar S.L.Á.T.U.R. eru í Útskálakirkju kl.16:00 og sjósund verður kl. 17:00 í Garðhúsavík á Garðskaga.
Kvölddagskrá hefst kl. 20:30 með tónlistardagská á Garðskaga. Þar verða Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Kolfinna Baldursdóttir, Of monsters and men, Friðrik Dór, Hljómsveitin Valdimar og svo Eyjasveitin Obbosí. Þá verður kvöldvaka með Víkingum og trúbatorinn Addi rokk verður á Tveimur vitum til kl. 02