Aðal sjoppan í bænum!
Gömul mynd af Dorró eða Þórðarsjoppu við Hafnargötu í Keflavík fer nú sem eldur í sinu um samfélagsvefinn Facebook. Í ummælum við myndina má greina fortíðarþrá og margar góðar minningar frá gömlum tímum eru rifjaðar upp.
Víkurfréttir hafa áhuga á að fá sendar myndir úr gömlum og góðum myndasöfnum þar sem fólk segir stuttlega frá myndinni eða rifjar upp skemmtilega frásögn frá þeim tíma sem myndin var tekin.
Því miður er okkur ekki ljóst hver tók meðfylgjandi mynd af Þórðarsjoppu (þar sem fleiri en einn hafa eignað sér hana á Fésbókinni) en ef lesendur vf.is hafa upplýsingar um það og jafnframt hvaða fólk er á myndinni, þá hvetjum við viðkomandi til að senda okkur línu á [email protected]. Þangað má einnig senda aðrar gamlar og góðar myndir frá Suðurnesjum með stuttum og skemmtilegum frásögnum af því sem er að gerast á myndinni.
Uppfært: Ljósmyndarinn er Árni Árnason og þessa mynd og fleiri má finna á Facebook undir „Keflavík og Keflvíkingar“.