Að vera flutt heim eins og að vera í draumi
„Að flytja í heimabæinn minn eftir mörg ár í burtu, var eins og að mig væri að dreyma. Ég er nefnilega ekki búin að fatta það að ég búi hérna. Það er svo rólegt og gott að vera hérna miðað við útlöndin, hálfgert frí: og stundum er enginn bíll úti að keyra sem er alveg ótrúlegt,“ segir Bryndís Einarsdóttir dansskólastjóri þegar hún er beðin um að rifja upp það markverðasta frá nýliðnu ári.
„Að fá tækifæri til þess að gera stóra danssýningu með nemendum mínum, það er verðmæt upplifun að sjá og skynja alla þessa dansgleði,“ segir Bryndís og bætir við: „Að Íslendingar eru andlega sterkir og jákvæðir þrátt fyrir mikið andstreymi, að það er fullt af kærleik og gleði í mörgum hjörtum“.
- Hvað með áramótaheit?
„Áramótaheitið mitt er að njóta þess til fulls að vera til og miðla þekkingu minni á danslist til allra þeirra sem vilja njóta hennar. Líka skoða fallega landið mitt meira og hafa húmorinn við hlið mér alla daga árið 2010“.