Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Að komast heim til fjölskyldunnar er það besta við jólin
Katrín Mist Jónsdóttir er búsett í Gautaborg í Svíþjóð og hlakka til að komast heim til Íslands yfir hátíðirnar.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
laugardaginn 21. desember 2019 kl. 15:08

Að komast heim til fjölskyldunnar er það besta við jólin

Hvað ætlar þú að gera það sem eftir lifir desembermánaðar?

„Ég var að klára verstu prófatörn lífs míns þannig núna ætla ég að reyna að finna jafnvægið í að vinna, umgangast með vinum og hvíla mig þangað til ég fer heim til Íslands þar sem ég held síðan upp á sein jól og nýja árið með mínum nánustu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér það besta við þennan tíma? 

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er þetta yfirleitt sá tími ársins sem mér líður sem verst en þá finnst mér einmitt rosalega gott að koma heim til fjölskyldunnar minnar, það er það allra besta við þennan tíma.“

Hver er þín uppáhalds jólahefð? 

„Ég er ekki mikið jólabarn og þess vegna ekki svo mikið fyrir hefðbundin jól en mikilvægasta hefðin er að fara út í kirkjugarð á aðfangadagsmorgun. Ég er líka farin að kunna að meta skötu miklu meira en ég gerði áður, ég elska skötu og allt sem hefur með hana að gera.“

Ætlar þú að láta gott af þér leiða í desember? Ef svo er, hvernig? 

„Ekki spurning. Ég ætla að gefa heimilislausum börnum í Gautaborg kost á því að fá mat um jólin með því að gefa pening til góðgerðasamtaka.“

Fyrir hvað ertu þakklát/ur?

„Góða heilsu, allt fólkið í kringum mig og þau ólíku, ómetanlegu tengsl/sambönd sem við höfum myndað.“