Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Að horfa á flugeldasýningu menningarnætur frá Reykjanesbæ: Ekki reyna það aftur!
Sunnudagur 19. ágúst 2007 kl. 02:12

Að horfa á flugeldasýningu menningarnætur frá Reykjanesbæ: Ekki reyna það aftur!

Flugeldasýningin á Menningarnótt í Reykjavík hefur örugglega verið tilkomumikil fyrir þá sem voru á hátíðarsvæðinu í höfuðborginni. Aðrir voru ekki að nenna til Reykjavíkur en fóru þess í stað upp á Kamb við Innri Njarðvík, þar sem er útsýni yfir allan Reykjanesbæ og til höfuðborgarinnar. Það verður hins vegar að segjast að flugeldasýningin í Reykjavík var eins og hálfgert stjörnuljós, séð úr fjarska. Þó nokkrir gerðu tilraun með þetta í gærkvöldi – án þess að fá góðan árangur!

Framundan eru tvær tilkomumiklar flugeldasýningar á Suðurnesjum. Á Ljósanótt í Reykjanesbæ eftir hálfan mánuð og hitað verður upp um næstu helgi á Sandgerðisdögum.

Það mátti hins vegar reyna að horfa á flugeldasýningu Menningarnætur frá Reykjanesbæ, en sú aðferð fær ekki háa einkunn. Kamburinn er hins vegar kjörinn til að horfa á flugeldasýningu Ljósanætur.

Útsýnið yfir Reykjanesbæ er stórkostlegt frá þessum stað og eflaust eiga margir eftir að leggja leið sína þangað á Ljósanótt til að horfa á flugeldasýninguna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024