Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Á þriðja þúsund í Leirunni
Fimmtudagur 11. maí 2023 kl. 06:41

Á þriðja þúsund í Leirunni

Tæplega þrjú þúsund kylfingar hafa leikið á Hólmsvelli frá því það var opnað inn á sumarflatir 20. apríl, sumardaginn fyrsta. Hólmsvöllur er með fyrstu golfvöllum landsins sem opnar formlega í sumarbúningi og fær því mikið af gestum utan Suðurnesja í heimsókn í upphafi sumars. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu opna flestir um mánuði seinna.  Fyrsta stigamót Golfklúbbs Suðurnesja fór fram í byrjun vikunnar, 9. maí en eitt af stóru mótum Golfsambands Íslands verður í Leirunni 2.–4. júní næstkomandi. Þá munu bestu kylfingar landsins mæta á Hólmsvöll. Leiran hefur grænkað mikið á undanförnum dögum og vikum en Hilmar Bragi tók þessa mynd í upphafi vikunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024