Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Á slóðum trölla og drauga
Fimmtudagur 14. júní 2018 kl. 09:59

Á slóðum trölla og drauga

Mikill áhugi var á því að fræðast um tröll og drauga í Reykjanes Geopark en um 120 göngugestir tóku þátt í göngu Útivistar í Geopark sl. fimmtudag en hún er sú fyrsta í gönguröð sumarsins.

Eggert Sólberg Jónsson þjóðfræðingur og forstöðumaður Reykjanes Geopark leiddi gönguna en gengið var um næsta nágrenni Gunnuhvers og Reykjanesvita.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er annað árið sem Reykjanes Geopark stendur fyrir gönguferðum um Reykjanesið en samstarfsaðilar verkefnisins eru Bláa Lónið og HS orka. Að sögn Eggerts Sólberg er markmið verkefnisins er að kynna einstakt umhverfi og menningu Reykjanes Geopark fyrir almenningi gegnum útivist, fróðleik og skemmtun.

Næsta ganga sumarsins verður farin í dag, fimmtudaginn 14. júní en þar verður gengið á Vatnsleysuströnd með Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar. Þann 23. júní verður Jónsmesssuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar, þann 5. júlí verður gengið um Stóra Skógfell með jarðfræðingi HS orku, farið verður í fjöruferð með Náttúrustofu Suðvesturlands þann 12. júlí og hjólað um Reykjanesbæ og nágrenni með 3N 9. ágúst. Lokagangan er tónlistarganga um gömlu Keflavík með Söngvaskáldum Suðurnesja þann 23 ágúst.

Hægt er að fylgjast með viðburðum á FB síðu verkefnisins Útivist í Geopark.