Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Á leið til Eyja í brekkusöng
Sunnudagur 2. ágúst 2015 kl. 13:07

Á leið til Eyja í brekkusöng

-góð stemmning í rútunni

Það var góð stemmning í rútunni hjá Bjarna Geir Bjarnasyni rútubílstjóra með meiru í dag en hún var full af Suðurnesjamönnum sem ætla að taka þátt í brekkusöng á Þjóðhátíð.

Þetta er í annað sinn sem Bjarni Geir stendur fyrir slíkum ferðum en færri komust að en vildu í fyrra.

Að sögn Bjarna Geirs er það skemmtileg upplifun að taka þátt í brekkusöngnum en rútan fylgir farþegunum alla leið til eyja og komið er til baka á mánudagsmorgun. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bjarni Geir undir stýri með fulla rútu af söngglöðum Suðurnesjamönnum