Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 6. desember 2001 kl. 09:13

Á leið í Disneyland með aðstoð Lionsklúbba og Sjóvá Almenna

Bræðurnir Sigurður og Friðrik Guðmundssynir hafa átt sér þann draum heitastan að komast í Disneyland í Floridafylki í Bandaríkjunum. Bræðurnir eru báðir með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm og eru bundnir við hjólastól sem gerir það að verkum að þeir eiga erfiðara með að njóta lífsgæða eins og ferðalaga eins og aðrir. Ferðin, sem áður virtist fjarlægur draumur er nú orðin að veruleika og verður farin í mars á næsta ári.
Félag langveikra barna hafði samband við svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurnesjum vegna uppboðs sem Sjóvá Almennar höfðu fyrirhugað á tjónabíl. Andvirði bílsins átti að renna til félagsins og var ákveðið að styrkja ferð Sigurðar og Friðriks og láta draum þeirra rætast. Þá fóru hjólin að snúast og sl. laugardag fengu bræðurnir fégjafir frá Lionsklúbbunum í Reykjanesbæ. Að sögn Sigríðar Ágústu Jónsdóttur, forstöðumanns á sambýlinu Lyngmóa 17 er ferð af þessu tagi mjög kostnaðarsöm og ekki möguleg nema með aðstoð félaga og samtaka. „Við Siggu höfum talað um þessa ferð í eitt ár en voru ekkert farin að leggja af stað í fjáröflun“, segir Sigríður en til að ferðin heppnist verður allt að vera fullklárt auk þess sem strákarnir þurfa sérútbúinn bíl, hús, rafmagnsrúm svo eitthvað sé nefnt. „Þegar félag langveikra barna hafði sambang fór boltinn að rúlla og við þurftum ekki einu sinni að ýta á hann. Þetta hefur gengið eins og í lygasögu“, segir Sigríður. Sigurður og Friðrik eru virkilega spenntir fyrir ferðinni og er nú þegar byrjað að leita eftir tilboðum og annað. „Orlando er vinabær Reykjanesbæjar og við ætlum að nýta okkur það eins og við getum til að afla okkur upplýsinga en allt virðist ætla að ganga upp. Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhendingu gjafar Lionsklúbbanna í Matarlyst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024