Á heilaga stund í baði með bók
Lesandi vikunnar
Anna Andrésdóttir horfir afar lítið á sjónvarp en les þeim mun meira. Hún les helst spennusögur, ljóðabækur og skáldsögur. Pollýanna er sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á Önnu og jafnframt sú sem er í mesti uppáhaldi. Anna er Lesandi vikunnar.
Hvaða bók ertu að lesa núna?
Núna er ég að klára að lesa fyrstu bókina í Game of Thrones. Ég ætla að klára bækurnar áður en ég horfi á þættina.
Hver er þín eftirlætis bók?
Pollýanna. Það er sú bók sem ég hef oftast lesið og les reglulega, eða á nokkura ára fresti. Mér finnst samt erfitt að taka eina bók fram yfir aðra.
Hver er eftirlætis höfundurinn þinn?
Þeir eru nokkrir; Lars Kappler, Kristín Marja Baldursdóttir, Dororthy Koomson, Stefán Máni og Yrsa standa upp úr.
Hvernig bækur lestu helst?
Það eru spennusögur, ljóðabækur og skáldsögur.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Pollýanna.
Hvaða bók ættu allir að lesa?
Sandmaðurinn eftir Lars Kepler. Það er bók sem ekki er hægt að leggja frá sér og þegar hún er búin óskar maður þess að hún sé ekki búin. Mögnuð spennusaga!
Hvar finnst þér best að lesa?
Á milli klukkan hálfsjö og átta á ég heilaga stund í baði með bók. Á kvöldin les ég í 2-4 klukkutíma, ég er engin sjónvarpsmanneskja. Fjölskylda og vinir vita að það þýðir eiginlega ekkert að hringja í mig á kvöldin.
Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með?
Karítas eftir Kristínu Marju Baldursdóttir er mögnuð og ég elska Harry Potter bækurnar. Annars eru það frekar höfundar en bækur sem standa upp úr hjá mér.
Við þökkum Önnu kærlega fyrir og minnum á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn þar sem hægt er að mæla með Lesanda vikunnar.