Á fornbýlasýningu í Dundee
Keflvíkingurinn Þórir Jónsson fer með hóp fólks á fornbílasýningu í Dundee, á Skotlandi í júlímánuði í sumar, dagana 6.-10. júlí en hann fór í slíka ferð fyrir ári síðan sem heppnaðist mjög vel. Lagt verður af stað frá Keflavík að fimmtudagsmorgni 6. júlí og lent á Glasgow-flugvelli. Þaðan verður farið með rútu til Dundee. Á leiðinni verður stoppað í Glenturret sem er viskí-verksmiðja í Crieff. Einkadráttavélasafn kartöflubóndans W.L.Orr verður einnig skoðað. Föstudagurinn verður frjáls en á laugardegi og sunnudegi verður farið á fornbílasýninguna sem er haldin við Glamis kastala. Ferðalangarnir geta svo valið hvort þeir vilja fara heim á mánudeginum eða þriðjudeginum. Þeir sem vilja vera lengur geta farið til Glasgow eða Aberdeen og skoðað sig um.Verð á mann er 49.000 kr. en innfalið í verði er flug, rúta, gisting og fararstjórn. Áhugasömum er bent á að hafa samband sem fyrst við Þóri Jónsson í síma 421-4321 eða 869-8191, faxnúmerið er 421-4321 og netfang [email protected].