Á flugi í sumar og sól
Með sanni má segja að sumarið hafi brosað við Suðurnesjamönnum í dag sem aldrei fyrr og hefur mannlíf bæjarins tekið fjörkipp þar sem fólk er mikið á ferðinni og komið á fullt í görðunum sínum.
Blessuð börnin taka sumrinu fagnandi með sól í hjarta eins og sést greinilega á meðfylgjandi mynd þar sem hressir strákar sýndu glæsileg tilþrif á stökkdýnunni þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Blessuð börnin taka sumrinu fagnandi með sól í hjarta eins og sést greinilega á meðfylgjandi mynd þar sem hressir strákar sýndu glæsileg tilþrif á stökkdýnunni þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði.
VF-mynd/Þorgils Jónsson