960 kíló af rusli fjarlægð úr fjörunni við Garðskaga
Starfsfólki Lagardère Travel Retail bauðst á dögunum að nýta hluta vinnutíma síns við strandhreinsun á Garðskaga. Um 30 manns tóku þátt og söfnuðu um 960 kílóum af rusli á hreinsunardeginum.
Samkvæmt Magdalena Anna Bilska, gæða- og sjálfbærnistjóra Lagardère, kom innblásturinn að þessu tiltekna framtaki frá Bláa hernum þegar Lagardère hafði samband við þau varðandi samvinnu tengda sjálfbærni. Blái herinn eru félagasamtök sem hafa fjarlægt yfir 1.550 tonn af rusli úr íslenskri náttúru á undanförnum 25 árum.
„Garðströnd varð fyrir valinu þar sem hún er í nærumhverfi starfseminnar okkar á flugvellinum. Þetta framtak passar fullkomlega við sjálfbærnistefnuna okkar, sem miðar að því að auka jákvæð áhrif fyrirtækisins á umhverfi og samfélag. Það er góð tilfinning að geta gefið til baka til samfélagsins í kringum okkur og styðja við varðveislu íslenskrar náttúru um leið," segir Magdalena.
Lagardère rekur veitingastaðina Bakað, Loksins, Mathús og Keflavik Diner, sem opnaði fyrri skömmu á Keflavíkurflugvelli. Á næstunni mun fyrirtækið einnig opna mathöllina Aðalstræti en þar verða veitingastaðirnir Yuzu, La Trattoria og Zócalo.
„Mikil ánægja var hjá þeim sem mættu á hreinsunardaginn. Starfsfólkið okkar kunni virkilega vel að meta tilbreytinguna, samveruna og að geta gefið til baka til samfélagsins. Allir voru sammála um að þetta er eitthvað sem okkur langar að gera aftur,“ sagði Magdalena að lokum.
Myndir: Michal Jan Oles