88 Húsið: Fyrirlestur um svefnvenjur barna
N.k miðvikudag kl. 14 verður fyrirlestur um svefnvenjur barna á efri hæð 88 Hússins á vegum klúbbsins Ungt fólk með ungana sína.
Arna Skúladóttir, sérfræðingur í svefni og svefnvandamálum barna, mun fara með fyrirlesturinn. Hún frumkvöðull hér á landi í lækningum barna með svefnraskanir og hefur bjargað sálarlífi fjölmargra svefnvana foreldra. Hún kom nýlega fram á SKJÁEINUM í þættinum Fyrstu skrefin.
Klúbburinn hefur staðið fyrir mörgum fróðlegum fyrirlestrum að undanförnu en þessi er sá síðasti í bili og verður því boðið upp á vöfflur með sultu og rjóma.
Námskeiðið er frítt og allir hvattir til að mæta.





