88 blöðrum sleppt í tilefni af opnun 88 hússins
Formleg opnun 88 Hússins, sem er menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ var nú síðdegis. Unnið hefur verið að undirbúningi að opnun hússins í langan tíma og hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum við að koma húsnæðinu í gagnið. Meðal þeirra sem komu fram í kvöld voru Árni Sigfússon bæjarstjóri sem tók lagið og flutti ræðu sína í formi söngs með aðstoð húsráðsins. Bjarni töframaður var með atriði, auk þess sem Rúnni Júl tók lagið. Þá voru einnig flutt blessunarorð og Kiwanisklúbburinn Keilir gaf húsinu breiðtjald. Að endingu var vefurinn 88.is opnaður og 88 blöðrum sleppt til himins í tilefni dagsins.
Í kvöld verður boðið upp á beina útsendingu frá Idol stjörnuleit á breiðtjaldinu frá Keilismönnum.
Opið verður í 88 HÚSINU sem hér segir:
Sunnudagar - fimmtudagar kl 20:00 - 23:00
Föstudagar - laugardaga kl 20:00 - 23:30
Að auki enski boltinn í beinni á laugardögum og sunnudögum frá kl 13:30 - 17:00
Í kvöld verður boðið upp á beina útsendingu frá Idol stjörnuleit á breiðtjaldinu frá Keilismönnum.
Opið verður í 88 HÚSINU sem hér segir:
Sunnudagar - fimmtudagar kl 20:00 - 23:00
Föstudagar - laugardaga kl 20:00 - 23:30
Að auki enski boltinn í beinni á laugardögum og sunnudögum frá kl 13:30 - 17:00