Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

8. júní: Auðlindagarðurinn í Svartsengi með Reykjanes gönguferðum *
Þriðjudagur 7. júní 2011 kl. 20:27

8. júní: Auðlindagarðurinn í Svartsengi með Reykjanes gönguferðum *


Ekið verður að Bláa lóninu þar sem byrjað verður með kynningu á dagskrá gönguferða sumarsins. Gengið verður frá Bláa lóninu að Þorbyrni og þaðan eftir stikuðum Reykjaveginum yfir Blettahraun að Eldvörpum þar sem göngumenn fá hressingu eftir gönguna.


Gangan tekur 2 - 3 klst, gönguleiðin er á jafnsléttu eftir göngustígum í misjafnlega sléttu hrauni og ætti að vera við flestra hæfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Heilræði:
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór eða strigaskór
* Góða skapið.


Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.