78 ára göngugarpur í Reykjanesgöngum
AF STAÐ á Reykjanesið – menningar- og sögutengdar gönguferðir um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesi hafa gengið vel í orðsins fyllstu merkingu. Mikið hefur verið um brottflutta íbúa og þá sem eiga rætur sínar að rekja til svæðisins sem taka þátt í göngunum. Þátttakendur eru á öllum aldri og sá elsti er Þórólfur Þorgrímsson 78 ára frá Klöpp í Rafnkelsstaðahverfi í Garði.
Þórólfur er búinn að taka þátt í þremur af fjórum göngum sem farnar hafa verið fjóra síðustu sunnudaga. Þórólfur bjó í Garðinum til ´46 en þá flutti hann til Keflavíkur og bjó þar í tvö ár en síðan til Hafnarfjarðar þar sem hann lærði trésmíðar og hefur búið þar síðan. Þórólfur vann jafnframt nokkur ár á Vellinum fyrir herinn.
Síðasta gangan í gönguverkefninu AF STAÐ á Reykjanesið verður sunnudaginn 2. sept. og þá verður gengin Hvalsnesleið sem er mjög fallega vörðuð leið. Leiðsögumenn verða með í för og miðla af fróðleik. Mæting er við Íþróttaakademíuna kl. 11. sjá nánar á www.leidsogumenn.is
Þórólfur er búinn að taka þátt í þremur af fjórum göngum sem farnar hafa verið fjóra síðustu sunnudaga. Þórólfur bjó í Garðinum til ´46 en þá flutti hann til Keflavíkur og bjó þar í tvö ár en síðan til Hafnarfjarðar þar sem hann lærði trésmíðar og hefur búið þar síðan. Þórólfur vann jafnframt nokkur ár á Vellinum fyrir herinn.
Síðasta gangan í gönguverkefninu AF STAÐ á Reykjanesið verður sunnudaginn 2. sept. og þá verður gengin Hvalsnesleið sem er mjög fallega vörðuð leið. Leiðsögumenn verða með í för og miðla af fróðleik. Mæting er við Íþróttaakademíuna kl. 11. sjá nánar á www.leidsogumenn.is