Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

75 ára afmælisfagnaður Heiðabúa
Fimmtudagur 13. september 2012 kl. 10:37

75 ára afmælisfagnaður Heiðabúa

Þann 15. september nk. heldur Skátafélagið Heiðabúar upp á 75 ára afmæli sitt. Félagið er með þeim elstu á landinu, ef ekki það elsta sem hefur starfað óslitið í svona langan tíma. Af því tilefni bjóðum við öllum Heiðabúum, ungum sem öldnum, sem og velunnurum félagsins að koma í skátaheimilið að Hringbraut 101 í Reykjanesbæ kl. 15:00 og samfagna með okkur.

Skátastarf næsta árs er hafið og er þetta tilvalið tækifæri til að koma og hitta þá sem leiða starfið, fá upplýsingar og jafnvel skrá sig til leiks. Athugið að skátastarf er fyrir alla, fullorðna jafnt sem börn og unglinga.

Stjórn skátafélagsins Heiðabúa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024