700 manna þorrablót við glæný borð
Stærsta þorrablót Suðurnesja verður haldið í Garðinum laugardagskvöldið 21. janúar nk. þegar um 700 manns mæta á þorrablót Björgunarsveitarinnar Ægis og Knattspyrnufélagsins Víðis.
Þetta er þriðja árið í röð sem þessi félög sameinast um þetta stærsta þorrablót á Suðurnesjum. Axel Jónsson og hans fólk sér um þorramatinn og þá verður viðamikil skemmtidagskrá en veislustjórn er í höndum Gísla Einarssonar sem jafnframt stjórnar Landanum á RÚV.
Þar sem þessi stórveisla í Garðinum hefur fest sig í sessi þá hafa Björgunarveitin Ægir, Knattspyrnufélagið Víðir og Sveitarfélagið Garður sameinast um kaup á veisluborðum fyrir 700 manns. Keypt voru 120 borð og er kostnaðurinn 1,8 milljónir króna sem skiptist jafnt á þessa þrjá aðila. Þorrablótsgestir í Garði munu því sitja við glæný borð á skemmtuninni í Garði um aðra helgi.
Hér eru myndir frá síðasta þorrablóti í Garði.