600 börn í heimsókn hjá slökkviliðinu
Um 600 börn úr tveimur elstu árgöngunum frá leikskólum Suðurnesja heimsóttu slökkvistöðina í Keflavík ídag og fengu þar stutta fræðslu um eldvarnir og viðbrögð við bruna. Þá spilaði tónlistarmaðurinn KK lög fyrir börnin. Að því loknu voru allir leystir út með appelsínusafa og endurskinsmerkiHeimsókn leikskólabarnanna á slökkvistöðina er samstarfsverkefni Brunavarna Suðurnesja, Landssambands slökkvi-liðs- og sjúkraflutningsmanna og Ungmennafélags Íslands.